- Auglýsing -
Úlfar Páll Monsi Þórðarson og liðsfélagar í RK Alkaloid unnu stórsigur á HC Struga, 44:27, á heimavelli í kvöld í 9. umferð úrvalsdeildarinnar í Norður Makedóníu. Þetta var áttundi sigur RK Alkaloid í níu leikjum og trónir liðið á toppnum ásamt Vardar Skopje sem á leik til góða á Monsa og félaga. Hvort lið hefur 16 stig.
Monsi skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu. Öll mörkin skoraði hann í fyrri hálfleik og þurfti sjö skot til þess.
HC Vardar vann einnig öruggan sigur á HC Tines Prolet, 36:27, á útivelli.
Næst eftir Alkaloid og Vardar eru HC Ohrid og meistarar síðustu ára, Eurofarm Pelister með 13 stig. Pelister á leik til góða á Alkaloid.
- Auglýsing -





