Kvennalið Hauka stendur í ströngu í kvöld þegar það mætir spænska liðinu Costa del Sol Málaga í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Leikurinn fer fram í Kuehne+Nagel-höllin eins keppnishöllin á Ásvöllum nefnist um þessar mundir. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. Um er að gera að fjölmenna á Ásvelli og styðja við bakið á Haukaliðinu í leiknum.
Fyrsti leikurinn
Um er ræða fyrstu viðureign Hauka í Evrópubikarkeppninni á tímabilinu en vegna góðs árangurs á síðasta tímabili, þá komst Hafnarfjarðarliðið í 8-liða úrslit, sat það yfir í fyrstu umferð sem skráð er önnur umferð.
Costa del Sol Málaga vann stórsigur á HB Dudelange frá Lúxemborg í annarri umferð keppninnar í október, 79:25 samanlagt í tveimur viðureignum.
Eitt af sterkari liðum Spánar
Um árabil hefur Costa del Sol Málaga verið með eitt sterkasta félagslið Spánar. Um þessar mundir er liðið í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir 9 leiki, stigi á eftir Beti-Onak sem leikið hefur ein leik fleira. Þess má geta að Porrino sem Valur vann í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í vor situr í sjötta sæti með 10 stig eftir níu leiki.
Á síðustu leiktíð vann Valur lið Costa del Sol Málaga í 16-liða úrslitum Evrópbikarkeppninnar með samanlagt fimm marka mun.
Landsliðskonur Spánar og Portúgal
Að uppistöðu til er Costa del Sol Málaga-liðið skipað spænskum handknattleikskonum. Einnig eru tveir leikmenn frá Argentínu, ein er brasilísk og enn tvær frá nágrannaríki Spánar, Portúgal. Báðar eiga þær sæti í landsliði Portúgal.
Sex af spænsku leikmönnum Costa del Sol Málaga hafa leikið með spænska landsliðinu á undanförnum tveimur árum, þar af eru fjórar sem voru í landsliðshópnum á EM fyrir ári síðan.
Tveir leikmenn Hauka eru landsliðshópi Íslands sem valinn var í gær fyrir heimsmeistaramótið síðar í þessum mánuði, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Sif Helgadóttir.





