- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Rifu sig upp eftir slæmt tap

- Auglýsing -

Eftir óvænt tap fyrir Nordsjælland á dögunum bitu Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í skjaldarrendur í gær og lögðu GOG á heimavelli, 36:30, í dönsku úrvalsdeildinni. GOG-liðið hefur farið á kostum undanfarnar vikur, jafnt í dönsku úrvalsdeildinni og í Meistaradeild Evrópu.


Donni skoraði sex mörk í 14 skotum, gaf fimm stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli. Hann var næst markahæstur leikmanna Skanderborg en markahæstur var danski landsliðsmaðurinn Jóhan Á Plogv Hansen með átta mörk úr átta skotum.

Frederik Bjerre skoraði 11 mörk fyrir GOG.

Sigurinn í gær færði Skanderborg upp í annað sæti deildarinnar er með 15 stig eftir 11 leiki. Aalborg hefur 22 stig í efsta sæti. GOG er í þriðja sæti með 15 stig eins og Skanderborg. Mors Thy situr í fjórða sæti með 14 stig. Mors Thy tapaði fyrir Aalborg á heimavelli í gær, 33:27.

Guðmundur Bragi og Ísak

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði fimm mörk TMS Ringsted í fimm marka tapi liðsins á heimavelli, 26:21, fyrir Skjern. Ísak Gústafsson skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.

TMS Ringsted er í 12. sæti af 14 liðum með sjö stig eftir 11 leiki.

Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -