- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Viggó skoraði helming markanna í mikilvægur sigri – myndskeið

- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson átti stórleik í gærkvöld er hann skoraði helming marka HC Erlangen í baráttusigri liðsins, 24:23, á Eisenach PSD Bank Nürnberg ARENA keppnishöllinni að viðstöddum rúmlega sex þúsund áhorfendum. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Erlangen-liðið sem er í harðri keppni við mörgum lið nærri miðbiki deildarinnar, þar á meðal Eisenach.


Viggó skoraði 12 mörk og gaf tvær stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir HC Erlangen sem fór upp í 11. sæti þýsku 1. deildarinnar með 10 stig að loknum 11 leikjum. Eisenach er í næsta sæti fyrir neðan með átta stig.

Samantekt frá leiknum er hér fyrir neðan:


Leikurinn mjög kaflaskiptur. Erlangen hafði átta marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 15:7. Eisenach liðið réði ferðinni í síðari hálfleik og minnkað muninn í eitt mark. Viggó innsiglaði sigur Erlangen hálfri mínútu fyrir leikslok, 24:23. Minnstu mátti hinsvegar að mun að leikmenn Eisenach jöfnuðu metin með langskoti á síðustu sekúndu leiksins.

Sigur hjá Arnari Frey

Arnar Freyr Arnarsson og liðsfélagar í MT Melsungen unnu GWD Minden, 30:27, á útivelli síðdegis í gær. Arnar Freyr skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli. Með sigrinum færðist MT Melsungen upp í sjöunda sæti með 13 stig eftir 11 leiki.

Reynir Þór Stefánsson er ekki byrjaður að leika með MT Melsungen.

Samantekt frá leiknum er hér fyrir neðan:


Stöðuna í þýsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -