Markvörðurinn Ísak Steinsson fór á kostum með Drammen HK í gær þegar liðið vann Nærbø, 28:25, í níundu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Ísak varði 14 skot, 40%, í þriggja marka sigri liðsins á heimavelli Nærbø, 28:25. Með sigrinum færðist Drammen upp í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig. Ísak varði m.a. tvö vítaköst af þremur sem Nærbø-liðið fékk í leiknum.
Tryggvi Þórisson og liðsfélagar í Elverum unnu Kolstad í uppgjöri tveggja efstu liða norsku úrvalsdeildarinnar í gær, 31:23. Kolstad vann uppgjör liðanna í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á dögunum.
Tryggvi skoraði ekki mark fyrir Elverum í Kolstad Arena í gær.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Kolstad. Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki með vegna meiðsla.
Sigurjón Guðmundsson markvörður kom lítið við sögu í leiknum og varði ekki skot.
Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.




