- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Íslendingar á toppi og á botni þýsku 2. deildarinnar

- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson og liðsfélagar í Eintracht Hagen halda efsta sæti 2. deildar þýska handknattleiksins eftir tíu umferðir. Eyjamaðurinn sá til þess að Hagen vann bæði stigin sem í boði voru þegar liðið mætti TV Großwallstadt á heimavelli á laugardaginn. Hákon Daði, sem er sagður hafa á prjónunum að flytja heim til Íslands, innsiglaði sigurinn tíu sekúndum fyrir leikslok, 40:39. Hann var með fullkomna skotnýtingu í leiknum, sex mörk, þar af tvö úr vítaköstum.

Viktor kom að níu mörkum

Eintracht Hagen hefur 17 stig eftir 10 leiki, er stigi framar en Balingen-Weilstetten og Bietigheim. Hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig ásamt samherjum í Elbflorenz frá Dresden. Viktor skoraði þrjú mörk og átti sex stoðsendingar er Elbflorenz missti spennandi leik við TuS Ferndorf niður í jafntefli á heimavelli í gær, 33:33.

Útivallarsigur hjá Elmari

Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen sóttu heim TuS N-Lübbecke og fóru heim með bæði stigi, 28:25, í gær. Elmar skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Nordhorn situr í áttunda sæti með 11 stig, sex stigum á eftir efsta liðinu, Eintracht Hagen.

Áttunda tapið

Hvorki gengur né rekur hjá nýliðum HC Oppenweiler/Backnang. Þeir töpuðu áttunda leiknum á laugardaginn er þeir sóttu heim Dessau-Roßlauer HV 06, 34:28. Tjörvi Týr skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli.

HC Oppenweiler/Backnang er í neðsta sæti með tvö stig eftir 10 leiki. Svo virðist sem þjálfaraskipti fyrir fáeinum vikum hafi ekki hjálpað til, enn sem komið er.


Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -