Fjölnir vann Hörð í hörkuspennandileik í Fjölnishöllinni í gær, 39:38, en leikurinn var sá síðasti í 10. umferð deildarinnar. Litlar aðrar upplýsingar eru að fá um leikinn. Víst er þó að liðin höfðu sætaskipti að leik loknum. Fjölnir færðist upp í 7. sæti Grill 66-deildar með 9 stig. Hörður situr í áttunda sæti með átta stig en á leik til góða á Fjölni og fleiri lið í deildinni.
Á laugardaginn lagði HBH liðsmenn Fram 2 í Vestmannaeyjum, 33:27, eftir að hafa snúið taflinu við í síðari hálfleik. Fram var þremur mörkum yfir eftir 30 mínútur, 14:11. Þetta var annar sigur HBH á leiktíðinni.
Gunnar Róbertsson skoraði 15 mörk í naumum sigri Vals 2 á HK 2, 33:31, í N1-höllinni á Hlíðarenda. Sú viðureign fór einnig fram á laugardaginn.
HBH – Fram 2 33:27 (11:14).
Mörk HBH: Ívar Bessi Viðarsson 9, Hinrik Hugi Heiðarsson 7, Egill Oddgeir Stefánsson 4, Einar Bent Bjarnason 4, Jón Ingi Elísson 3, Andrés Marel Sigurðsson 1, Andri Snær Andersen 1, Ágúst Emil Grétarsson 1, Benóný Þór Benónýsson 1, Bogi Guðjónsson 1, Gabríel Ari Davíðsson 1.
Varin skot: Gabríel Ari Davíðsson 8, Helgi Þór Adolfsson 4.
Mörk Fram 2: Agnar Daði Einarsson 5, Alex Adam Gunnlaugsson 4, Arnþór Sævarsson 4, Jón Sigurður Bjarnason 3, Sigurður Bjarki Jónsson 3, Dagur Árni Sigurjónsson 2, Max Emil Stenlund 2, Gabríel Jónsson Kvaran 1, Garpur Druzin Gylfason 1, Mikael Hrafn Loftsson 1, Ólafur Jón Guðjónsson 1.
Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 4.
Valur 2 – HK 2 33:31 (19:15).
Mörk Vals 2: Gunnar Róbertsson 15, Bjarki Snorrason 3, Logi Finnsson 3, Sigurður Atli Ragnarsson 3, Ísak Buur Þormarsson 2, Atli Hrafn Bernburg 1, Hrafn Þorbjarnarson 1, Kári Steinn Guðmundsson 1, Kim Holger Josafsen Nielsen 1, Knútur Gauti Eymarsson Kruger 1, Jakob Felix Pálsson 1, Jóhannes Jóhannesson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 15.
Mörk HK 2: Ingibert Snær Erlingsson 10, Kristófer Stefánsson 8, Örn Alexandersson 8, Mikael Máni Weisshappel Jónsson 3, Elías Ingi Gíslason 2.
Varin skot: Patrekur Jónas Tómasson 7, Egill Breki Pálsson 1.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.




