Svo skemmtilega vildi til að þrjár systur, Íris Anna, Sara Rún og Brynja Sif Gísladætur léku saman með Fram 2 í sigurleiknum á Val 2 í Grill 66-deildinni í gærkvöldi. Fá dæmi eru um að þrjár systur leiki saman í meistaraflokksliði í handbolta. Auk þess að leika með Fram í Grill 66-deildinni hafa Íris Anna og Sara Rún leikið með Olísdeildarliði Fram.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
Systurnar, sem fæddar eru frá 2004 til 2010, eiga ekki langt að sækja íþróttahæfileika og áhuga enda er sagt að eplið falli aldrei langt frá eikinni.
Móðir systranna, Lilja Rós, er tífaldur Íslandsmeistari í borðtennis. Annar afinn er Jóhannes Atlason margreyndur knattspyrnumaður með Fram og þjálfari. Jóhannes var m.a. um skeið landsliðsþjálfari í knattspyrnu auk þess að þjálfa mörg félagslið. Hann er nú reglulega í hópi áhorfenda á leikjum kvennaliða Fram.
Fram var sterkara á endasprettinum




