Víkingur vann í gærkvöld tíunda leikinn í Grill 66-deild karla þegar liðið lagði Hauka 2 í hörkuleik í Safamýri, 36:32. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 20:16, Víkingi í hag.
Haukum tókst að minnka muninn í eitt mark, 25:24, í síðari hálfleik. Annars náðu Víkingar að halda góðu forskoti allt til leiksloka.
Víkingur hefur 21 stig eftir 11 leiki. Grótta er í öðru sæti með 18 stig en á leik til góða gegn Fram 2 í Lambhagahöllinni í dag klukkan 15. Leikurinn er einn fjögurra sem fram fara í Grill 66-deild karla í dag.
Mörk Víkings: Ísak Óli Eggertsson 6, Kristján Helgi Tómasson 6, Ásgeir Snær Vignisson 5, Rytis Kazakevicius 5, Sigurður Páll Matthíasson 5, Kristófer Snær Þorgeirsson 3, Halldór Ingi Óskarsson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 2.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 10.
Mörk Hauka 2: Daníel Máni Sigurgeirsson 6, Daníel Wale Adeleye 6, Jón Karl Einarsson 6, Helgi Marinó Kristófersson 4, Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson 3, Egill Jónsson 2, Jónsteinn Helgi Þórsson 2, Sigurður Bjarmi Árnason 2, Gústaf Logi Gunnarsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 7.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.




