- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

HK fer í vetrarleyfi með fjögurra stiga forskot á Gróttu

- Auglýsing -

HK er taplaust í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik þegar níu umferðum er lokið með 18 stig. HK lagði Aftureldingu, 25:22, í Myntkaup-höllinni að Varmá í gærkvöld. Kópavogsliðið hefur fjögurra stiga forskot á Gróttu sem situr í öðru sæti. Eftir leikina þrjá í Grill 66-deild kvenna í gærkvöld var hlé á keppni í deildinni fram til 11. desember þegar Afturelding og Valur 2 eiga við. Ástæða hlésins er þátttaka íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í lok þessa mánaðar og framan af desembermánuði.


HK hefur unnið alla leiki sína til þessa á sannfærandi hátt. Engin breyting var á í gærkvöldi gegn Aftureldingu. HK var með yfirhöndina frá upphafi til enda.

Grótta er það lið sem helst virðist geta veitt HK keppni. Gróttuliðið vann stórsigur á Víkingi, 34:19, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Grótta hóf leikinn af miklum myndugleika og skoraði fimm af fyrstu sex mörkunum. Þar með var tóninn sleginn og að loknum fyrri hálfleik var forskotið níu mörk, 17:8. Leikmenn Gróttu slökuðu ekkert á síðari hálfleik og unnu með 15 marka mun.

Annað var upp á teningunum í Fjölnishöllinni þar sem Fjölnir tók á móti FH. Fjölnisliðið var sterkara framan af og hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 13:11. FH-ingar sneru við taflinu í síðari hálfleik með afar góðum leik, jafnt í vörn sem sókn. FH vann með níu marka mun, 28:19.

Staðan í Grill 66-deildum.

Afturelding – HK 22:25 (7:9).

Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 9, Susan Ines Barinas Gamboa 9, Agnes Ýr Bjarkadóttir 1, Arna Sól Orradóttir 1, Ísabella Sól Huginsdóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 16.

Mörk HK: Tinna Ósk Gunnarsdóttir 8, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Inga Fanney Hauksdóttir 3, Jóhanna Lind Jónasdóttir 3, Selma Sól Ómarsdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Amelía Laufey G. Miljevic 1, Auður Katrín Jónasdóttir 1, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara B. Björnsdóttir 12.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Grótta – Víkingur 34:19 (17:8).

Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 8, Katrín Arna Andradóttir 7, Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir 4, Lilja Hrund Stefánsdóttir 4, Edda Steingrímsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Edda Sigurðardóttir 1, Guðrún Þorláksdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Katrín S Scheving Thorsteinsson 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 10, Anna Karólína Ingadóttir 5.

Mörk Víkings: Hafdís Shizuka Iura 5, Valgerður Elín Snorradóttir 4, Auður Brynja Sölvadóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Emilía Ína Burknadóttir 2, Hildur Guðjónsdóttir 2, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Þyri Erla L Sigurðardóttir 7.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Fjölnir – FH 19:28 (13:11).

Mörk Fjölnis: Berglind Benediktsdóttir 7, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 3, Rósa Kristín Kemp 2, Sara Kristín Pedersen 2, Signý Harðardóttir 2, Hildur Sóley Káradóttir 1, Karólína Ósk Arndal Sigurlaugardóttir 1, Vera Pálsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 9, Sara Sólveig Lis 1.

Mörk FH: Thelma Dögg Einarsdóttir 7, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 5, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 5, Eva Guðrúnardóttir Long 4, Elísa Björt Ágústsdóttir 3, Eva Aðalsteinsdóttir 2, Telma Medos 2.
Varin skot: Szonja Szöke 12, Sigrún Ásta Möller 7.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -