Anton Rúnarsson þjálfari Vals segir markmiðið að veita Blomberg-Lippe meiri mótstöðu frá upphafi til enda þegar liðin mætast í síðari viðureigninni í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik í N1-höllinni á morgun, sunnudag, klukkan 17.
Með þýska liðinu leika Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir. Andrea er meidd en Díana og Elín þekkja vel til á Hlíðarenda. Einnig eru fimm landsliðskonur í leikmannahópi Vals.
Miðasala á leikinn á sunnudaginn.
Þýskar landsliðskonur
Alexia Hauf og Nieke Kühne eru í þýska landsliðinu sem mætir íslenska landsliðinu í upphafsleik HM í Stuttgart 26. nóvember. Kühne er aðeins 21 árs gömul og þykir eitt mesta efni í evrópskum handbolta um þessar mundir.
Valur tapaði með 13 marka mun ytra sl. laugardag, 37:24, og möguleikarnir á sæti í riðlakeppninni eru ekki miklir gegn efsta liði þýsku 1. deildarinnar.
„Fyrst og fremst ætlum við að sýna betri frammistöðu en í síðasta leik,“ sagði Anton þegar handbolti.is ræddi við hann.
Anton segir að þótt munurinn sé mikill í mörkum talið eigi ekkert að koma í veg fyrir að Valsliðið leiki heilsteyptari viðureign með góðum stuðningi. Það sé sannarlega ekki á hverjum degi sem jafn sterkt handboltalið og HSG Blomberg-Lippe leiki hér á landi.
Bætum okkar leik og lærum
„Við höfum farið yfir okkar leik, jafnt í vörn sem sókn. Hins vegar má ekki gleyma því að HSG Blomberg-Lippe er hrikalega sterkt lið sem lék mjög vel á sínum heimavelli,“ segir Anton sem
„Þetta er eitt sterkasta lið sem hingað hefur komið um árabil. Innan raða liðsins eru landsliðskonur, þýskar og íslenskar. Við viljum fá fólk á völlinn. Fyrir íslenskar konur skiptir svona leikur mjög miklu máli. Við ætlum okkur að veita þeim góða mótspyrnu og fá helling út úr leiknum,“ segir Anton Rúnarsson þjálfari kvennaliðs Vals.
Lengra viðtal við Anton er í myndskeiði ofar í þessari frétt.
Tilbúnar í vinnu til að mæta sterkum liðum



