- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Enn einn stórleikur Óðins Þórs – markahæstur í deildinni

- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti enn einn stórleikinn með Kadetten Schaffhausen í gær þegar liðið vann Handball Stäfa, 36:34, á útivelli í 13. sigri Kadetten í A-deildinni í Sviss í gær. Óðinn Þór skoraði 12 mörk og var með fullkomna skotnýtingu. Helming markanna skoraði hann úr vítaköstum.


Óðinn Þór er markahæstur í deildinni. Hann hefur skorað 103 mörk í 13 leikjum, eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Óðinn Þór hefur skorað 40 sinnum úr vítaköstum. Næstu menn á eftir hafa eru með 99 og 95 mörk.

Kadetten Schaffhausen hefur tölvuverða yfirburði í deildinni með 26 stig, fullt hús stiga, í 13 leikjum eins og áður sagði. Pafdi Winterhur er næst á eftir með 20 stig í 12 leikjum. Bern er í þriðja sæti með 14 stig. HC Kriens sem fór illa með Fram á síðasta þriðjudag er í sjötta sæti með 12 stig en hefur reyndar aðeins lokið 8 leikjum. HC Kriens mætir til leiks í Lambhagahöllina á þriðjudaginn mætir Fram öðru sinni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -