Forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik lauk í gær þegar síðustu leikir annarrar umferðar fóru fram. Ellefu lið komust áfram í riðlakeppnina sem hefst í 10. janúar. Liðin 11 bætast við hóp þeirra fimm liða sem sátu yfir í forkeppninni.
Sextán lið taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Dregið verður í fjóra fjögurra liða riðla á fimmtudaginn.
Aðeins eitt lið sem hefur á að skipa íslenskum handknattleikskonum tekur þátt í riðlakeppninni, þýska liðið Blomberg-Lippe sem Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með.
Úrslit 2. umferðar forkeppni Evrópudeildar. Liðin sem komust áfram eru dökkletruð.
MOL Esztergom – ZRK Rauða stjarnan 29:28 – 27:24 – 56:52.
El-Volt Lublin – Zaglebie Lubin 24:29 – 30:35 – 54:64.
HH Elite – CS Minaur Baia Mare 27:21 – 22:33 – 49:54.
HSG Blomberg-Lippe – Valur 37:24 – 22:22 – 59:46.
Super Amara Bera Bera – Dijon Handball 22:19 – 24:30 – 46:49.
Chambray Touraine – ES Besançon 29:25 – 28:21 – 57:46.
IK Sävehof – Viborg HK 31:31 – 30:39 – 61:70.
CS Rapid Bucuresti – HSG Bensheim/Auerbach 28:34 – 32:21 – 60:55.
Larvik – Molde 34:23 – 32:33 – 66:56.
Vfl Oldenburg – HC Dalmatinka Ploce 36:14 – 39:21 – 75:35.
HC Lokomotiva Zagreb – GC Amicitia Zürich 28:22 – 26:25 – 54:47.
Liðin fimm sem sátu yfir í forkeppninni: Thüringer HC, Nykøbing Falster, CSM Corona Brasov, Tertnes Bergen og Motherson Mosonmagyaróvári KC.





