- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Ekkert lát er á sigurgöngu

Ómar Ingi Magnússon varð markakóngur og besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar 2021. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

SC Magdeburg, sem Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með, heldur sigurgöngu sinni áfram í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í gærkvöld vann Magdeburg sinn sjötta leik þegar það vann lánlaust lið MT Melsungen, 27:24, á heimavelli Melsungen-liðsins sem situr í 11. sæti með þrjú stig.


Ómar Ingi skoraði fimm mörk í 11 tilraunum. Tvö markanna skoraði hann úr vítaköstum. Einnig átti Ómar Ingi fjórar stoðsendingar en hann innsiglaði sigur liðsins með 26. markinu hálfri annarri mínútu fyrir leikslok.

Hér má sjá eitt markanna sem Ómar Ingi skoraði með glæsilegum tilþrifum.

Gísli Þorgeir er jafnt og þétt að sækja í sig veðrið eftir erfið meiðsli. Hann skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu.


Alexander Petersson skoraði þrjú mörk í fimm skotum fyrir Melsungen og átti einnig tvær stoðsendingar auk þess sem honum var einu sinni vísað af leikvelli. Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark en Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark að þessu sinni.

Mætti galvaskur til leiks

Bjarki Már Elísson mætti galvaskur til leiks með Lemgo í gærkvöld eftir að hafa setið yfir í síðari leiknum við Val í Evrópukeppninni á þriðjudaginn. Bjarki skorað fjögur mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, er Lemgo vann Balingen-Welstetten, 38:28, á heimavelli. Daníel Þór Ingason skoraði ekki fyrir Balingen í tveimur tilraunum. Hann átti eina stoðsendingu og var fastur fyrir í vörninni með þeim afleiðingum að hann var tvisvar sendur í kælingu í tvær mínútur í hvort skipti.


Balingen er barningi í neðri hlutanum, eins og á síðasta keppnistímabili, með tvö stig eftir fimm leiki. Stöðuna í deildinni er að finna neðst í þessari grein.

Janus vann í Íslendingaslag

Janus Daði Smárason og félagar í Göppingen halda áfram sínu striki á meðal efstu liðanna með fjóra sigurleiki í fimm tilraunum. Göppingen vann Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson leikur með, 27:24, á heimavelli í gær. Arnór Þór lék vel að vanda fyrir Bergsicher og skoraði fjögur mörk, ekkert úr vítakasti. Janus Daði skoraði eitt mark fyrir Göppingen.

Nýliðarnir gera það gott

Nýliðar HSV Hamburg voru ekki lengi að kippa liðsmönnum Wetzlar niður á jörðina eftir að þeir síðarnefndu kjödrógu leikmenn Hannover-Burgdorf á dögunum. Nýliðarnir unnu afar sannfærandi sigur, 31:23, á heimavelli og sitja í fimmta sæti. Þeir hafa reyndar leikið fleiri leiki en flestir aðrir í deildinni fram til þessa.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -