Hörður frá Ísafirði fór upp í fimmta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í gær eftir sigur á Fram 2, 37:28, í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Hörður hefur þar með 15 stig og á leik inni gegn liðunum sem eru næst fyrir ofan, Val 2 og Haukum 2. Harðarmenn eiga inni viðureign við Val 2.
Shuto Takenaka átti stórleik á heimavelli í gær og skoraði 11 mörk. Sergio Barros var næstur Ísfirðinga með átta mörk sem voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 19:12.
Arnþór Sævarsson var atkvæðamestur Framara með sjö mörk. Fram mætti aðeins með 11 leikmenn til Ísafjarðar, þar af voru tveir markverðir.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildinni.
Mörk Harðar: Shuto Takenaka 11, Sérgio Barros 8, Guilherme Carmignoli De Andrade 4, Endijs Kusners 3, Axel Vilji Bragason 2, Kei Anegayama 2, Pavel Macovchin 2, Petr Hlavenka 2, Edvards Toks 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1, Pétur Þór Jónsson 1.
Varin skot: Hermann Alexander Hákonarson 8, Stefán Freyr Jónsson 2.
Mörk Fram 2: Arnþór Sævarsson 7, Gabríel Jónsson Kvaran 6, Alex Unnar Hallgrímsson 4, Adam Örn Guðjónsson 3, Dagur Árni Sigurjónsson 3, Agnar Daði Einarsson 2, Ólafur Jón Guðjónsson 2, Sigurður Bjarki Jónsson 1.
Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 9, Arnar Darri Bjarkason 3.


