- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur lék sér að Aftureldingu og leikur til úrslita

- Auglýsing -

Valur kjöldró Aftureldingu í fyrri undanúrslitaleiknum í Coca Cola-bikar karla í handknattleik í Schenkerhöllinni í kvöld, 32:21, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11. Valur mætir annað hvort Fram eða Stjörnunni í úrslitaleik á morgun klukkan 16 í Schenkerhöllinni.
Afturelding byrjaði betur en Valsmenn komust smátt og smátt yfir.

Varnarleikur beggja liða var frábær og markvarslan var í lagi í annars frábærum handboltaleik á báða bóga. Valsmenn hertu aðeins tökin þegar á hálfleikinn leið og var tveimur mörkum yfir í hálfleik.


Fljótlega í síðari hálfleik skildu leiðir. Aftureldingarmenn áttu engin ráð gegn frábærri framliggjandi vörn Vals. Allur ketill féll þeim í eld. Hver mistökin ráku önnur og Valur refsaði miskunnarlaust með hröðum upphlaupum og mörkum eftir seinni bylgju. Munurinn jókst hratt og þegar 12 mínútur voru til leiksloka var Valur kominn með tíu marka forskot. Það var nánast eins og eitt lið væri á vellinum. Slíkir voru yfirburðir Valsara sem eru lítt árennilegir í þeim ham sem þeir voru í að þessu sinni.


Mörk Aftureldingar: Hamza Kablouti 5, Kristófer Máni Jónasson 4, Þrándur Gíslason Roth 3, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Blær Hinriksson 2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Guðmundur Bragi Ástþórsson 1, Einar Ingi Hrafnsson 1, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 8, Brynjar Vignir Sigurjónsson 3.

Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 10, Finnur Ingi Stefánsson 7, Arnór Snær Óskarsson 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Tjörvi Týr Gíslason 1, Agnar Smári Jónsson 1, Tryggvi Garðar Jónsson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -