- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rivera jafnaði metin og náði stigi gegn Donna og félögum

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, í skotstöðu í leik með PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar hans í franska 1. deildarliðinu PAUC, gerðu jafntefli við Nantes á heimavelli í kvöld, 27:27. PAUC og Nantes eru jöfn að stigum í fimmta til sjötta sæti deildarinnar með fimm stig hvort að loknum fjórum leikjum. Spánverjinn Valero Rivera jafnaði metin fyrir Nantes þegar sex sekúndur voru til leiksloka.


Donni skoraði eitt mark í þremur tilraunum. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverki að þessu sinni. Kalim Zahaf, markvörður PAUC, varði 45% skotanna sem á mark hans barst og Daninn Emil Nielsen var með 46% markvörslu hjá Nantes-liðinu.

Tap hjá Grétari Ara

Í annarri deild franska handknattleiksins töpuðu Grétar Ari Guðjónsson og samherjar í Nice fyrir liðsmönnum Caen, 33:25, í Caen. Grétar Ari varði sex skot í marki Nice-liðsins sem hefur fjögur stig að loknum fjórum leikjum og situr í áttunda sæti af 16 liðum deildarinnar. Sigurinn var hinsvegar sá fyrsti hjá liðsmönnum Caen.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -