- Auglýsing -
Handknattleikslið Selfoss í Olísdeild kvenna hefur krækt í liðsauka fyrir síðari hluta átakanna í deildinni. Í morgun var tilkynnt að Marte Syverud frá Noregi hefði samið við lið félagsins til loka leiktíðarinnar. Systir hennar, Mia Kristin, hefur leikið með Selfossliðinu frá því í haust og gert það gott.
Syverud er 25 ára vinstri skytta og miðjumaður. Hún kemur frá Lillestrøm Håndballklubb.
Selfoss er í næst neðsta sæti Olísdeildar kvenna með fjögur stig eftir 11 leiki, er stigi fyrir ofan Stjörnuna sem rekur lestina. Selfoss og Stjarnan mætast í fyrstu umferð Olísdeildar á nýju ári í Hekluhöllinni í Garðabæ laugardaginn 10. janúar.
- Auglýsing -



