Hollenska landsliðið var engin fyrirstaða fyrir íslensku piltunum í 18 ára landsliðinu í síðari, þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Sparkassen cup-mótsins í handknattleik í Merzig í Hollandi í dag. Eftir 12 marka sigur á Austurríki í morgun bættu íslensku piltarnir um betur gegn Hollendingum og unnu með 13 marka mun, 31:18, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11.
Íslenska liðið vann allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni og hreppti efsta sæti í B-riðli. Fyrir hádegið á morgun leikur íslenska liðið við Portúgal eða Serbíu í undanúrslitum mótsins. Portúgal og Serbía mætast síðar í dag í uppgjöri um 2. sæti A-riðils. Þýska liðið virðist öruggt um efsta sæti A-riðils og leikur væntanlega við Slóvena árdegis á morgun í undanúrslitum.
Mörk Íslands: Freyr Aronsson 5, Patrekur Smári Arnarsson 5, Brynjar Narfi Arndal 4, Anton Frans Sigurðsson 3/2, Kári Steinn Guðmundsson 3, Sigurður Atli Ragnarsson 3, Logi Finnsson 2, Ómar Darri Sigurgeirsson 2, Bjarki Snorrason 1, Kristófer Tómas Gíslason 1, Ragnar Hilmarsson 1, Örn Kolur Kjartansson 1.
Varin skot: Sigurmundur Gísli Unnarsson 10.
- Allir leikir mótsins eru í beinni útsendingu gegn gjaldi: https://handball-globe.tv/sparkassencup-merzig
Miklir yfirburðir og 12 marka sigur á Austurríki
Öruggur sigur á Slóvenum í fyrsta leiknum í Merzig
Piltarnir eru farnir til Þýskalands



