- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvæntur sigur hjá Ágústi

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins og KIF Kolding í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hafnfirðingurinn Ágúst Elí Björgvinsson átti góðan leik í marki KIF Kolding í kvöld þegar liðið varð fyrst til þess að leggja Svein Jóhannsson og samherja í SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á leiktíðinni. Loktölur, 31:29, en leikið var í Kolding.

Ágúst Elí varði 13 skot, þar af tvö vítaköst, í marki Kolding sem gerði 33% hlutfallsmarkvörslu. Í dönskum fjölmiðlum í kvöld segir að Ágúst Elí hafi verið maðurinn sem lagði fyrst og síðast grunninnn að sigri Kolding. Hann hafi verið skerið sem leikmenn SönderjyksE hafi fyrst og síðast strandað á.

SönderjyeksE hafði fram að leiknum í kvöld unnið þrjár fyrstu viðureignir sínar í deildinni og var talið sigurstranglengra. Kolding hafði unnið einn leik en tapað tveimur, m.a. með talsverðum mun fyrir Danmerkurmeisturum Aalborg.

Ágúst Elí og félagar voru með yfirhöndina í leiknum í kvöld frá upphafi og voru m.a. fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10.

Sveinn Jóhannsson kom lítið sem ekkert við sögu í sókninni hjá SönderjyskE en tók talsvert þátt í varnarleiknum og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir fjórar umferðir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -