- Auglýsing -
Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er íþróttakarl Knattspyrnufélagsins Hauka fyrir nýliðið ár. Félagið hélt viðurkenningahátíð sína í gær, gamlársdag, á Ásvöllum.
Aron Rafn átti frábært keppnistímabil 2024/2025. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna í sumar en endurskoðaði hug sinn og hefur varið mark Hauka af miklum móð síðustu mánuði.
Þóra Kristín Jónsdóttir var valin íþróttakona Hauka 2025 og Emil Barja þjálfari félagsins en bæði eru þau hluti af Íslandsmeistaraliði Hauka í körfuknattleik kvenna á síðasta vori.
Myndir frá athöfninni á Ásvöllum í gær.
- Auglýsing -




