Karlalandsliðið í handknattleik kemur saman í dag til fyrstu æfingar fyrir Evrópumótið sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar. Íslenska landsliðið hefur leik gegn ítalska landsliðinu föstudaginn 16. janúar í Kristianstad Arena á Skáni.
Æfingar standa yfir hér á landi fram til 7. janúar. Daginn eftir verður farið til Frakklands til þátttöku í æfingamóti. Fyrri leikurinn verður við Slóvena 9. janúar. Tveimur dögum síðar verður leikinn annar leikur en hver andstæðingurinn verður skýrist síðar.
Til Kristianstad kemur íslenska landsliðið miðvikudaginn 14. janúar og hefur tveimur dögum síðar þátttöku í 14. Evrópumótinu í röð.
Hinn 18. desember valdi Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari leikmenn til æfinga fyrir mótið. Af þeim leikur vafi á um þátttöku Þorsteins Leós Gunnarsson. Hann er meiddur.
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (285/26).
Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (73/2).
Einar Baldvin Baldvinsson, Afturelding (0/0).
Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, HC Erlangen (5/4).
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (105/111).
Bjarki Már Elísson, One Veszprém (126/419).
Einar Þorsteinn Ólafsson, HSV Hamburg (25/7).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (62/134).
Elvar Örn Jónsson, SC Magdeburg (91/208).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (73/164).
Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen (45/63).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (98/176).
Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (37/72).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (30/94).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (56/173).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (92/332) – fyrirliði.
Teitur Örn Einarsson, Vfl Gummersbach (46/44).
Viggó Kristjánsson, HC Erlangen (71/216).
Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (106/48).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (18/36).


