- Auglýsing -
Haukamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson hefur farið afar vel af stað með norska meistaraliðinu Elverum eftir að hann gekk til liðs við það í sumar. Hann var á dögunum valinn í úrvalslið septembermánaðar í norsku úrvalsdeildinni.
Ekki amaleg byrjun hjá pilti á fyrsta mánuðinum með nýju liði. Orri Freyr var eini leikmaður Elverum sem valinn var í liðið en fyrir valinu stendur vefsíða norsku úrvalsdeildanna í karla- og kvennaflokki, topphandball.no.
- Auglýsing -