- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harðarmenn halda sínu striki

- Auglýsing -

Harðarmenn á Ísafirði halda sínu striki í Grill66-deild karla í handknattleik þrátt fyrir nokkurt hlé hafi verið á milli fyrstu og annarrar umferðar deildarinnar. Þeir unnu ungmennalið Selfoss í gærkvöld, 37:32, í rífandi góðri stemningi í íþróttahúsinu á Torfnesi að viðstöddum 215 áhorfendum.

Hörður hefur þar með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. Hið unga lið Selfoss er á hinn bóginn með einn vinning eftir tvær viðureignir.


Töluverðu hefur verið tjaldað til hjá Harðarmönnum og ekki að ósekju að þeim sé spáð góðu gengi í deildinni eins og virðist ætla að verða raunin ef draga má ályktanir af tveimur fyrstu leikjunum. Það bætir svo enn á umgjörðina þegar áhorfendur láta sig ekki vanta með í gleðina á Torfnesi.


Mörk Harðar: Sigeru Hikawa 8, Axel Sveinsson 7, Jón Ómar Gíslason 5, Endijs Kusners 4, Tadeo Ulises Salduna 4, Daníel Wale Adeleye 3, Kenya Kasahara 2, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Guntis Pilpuks 1, Sudario Eiður Carneiro 1.
Mörk Selfoss U.: Tryggvi Sigurberg Traustason 6, Hans Jörgen Ólafsson 5, Vilhelm Freyr Steindórsson 4, Gunnar Flosi Grétarsson 4, Haukur Páll Hallgrímsson 4, Sölvi Svavarsson 4, Sæþór Atlason 3, Einar Ágúst Ingvarsson 1, Grímur Bjarndal Einarsson 1.

Staðan og næstu leikur í Grill66-deildinnin er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -