- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Tímamótaleikur hjá Björgvin Páli í kvöld

- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson, annar markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, leikur í kvöld sinn 290. landsleik þegar íslenska landsliðið mætir ungverska landsliðinu í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins. Hann er þar með orðinn fimmti landsleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Björgvin Páll fór upp fyrir Júlíus Jónasson í fyrrakvöld er hann lék sinn 289. landsleik.


Björgvin Páll er sá sem á lengstan feril með landsliðinu af þeim öllum. Hann er á 24. ári með landsliðinu. Guðjón Valur Sigurðsson er næstur á eftir með 22 ár. Fyrsti landsleikur Björgvins Páls var gegn Póllandi í Ólafsvík 1. nóvember 2003, 28:28. Þá var með honum markvörður landsliðsins, Guðmundur Hrafnkelsson sem er með flesta landsleiki fyrir Íslands hönd, 407.

Tíu leikjahæstu landsliðsmenn Íslands samkvæmt upplýsingum HSÍ:

1.Guðmundur Hrafnkelsson407
2.Guðjón Valur Sigurðsson364
3.Geir Sveinsson340
4.Ólafur Indriði Stefánsson330
5.Björgvin Páll Gústavsson289
6.Júlíus Jónasson288
7.Róbert Gunnarsson276
8.Valdimar Grímsson271
9.Snorri Steinn Guðjónsson257
10.Ásgeir Örn Hallgrímsson255

Nítjánda stórmótið

Evrópumótið sem nú stendur yfir er 19. stórmót Björgvins Páls með landsliðinu, þar af níunda Evrópumótið. Auk þess hefur hann tekið þátt í átta heimsmeistaramótum og tvennum Ólympíuleikum. Guðjón Valur hefur tekið þátt í flestum stórmótum íslenskra landsliðsmanna, 22.

Síðast lék landsliðið stórmót án Björgvins Páls þegar EM fór fram í Noregi í janúar 2008.

Stórmótaleikirnir Björgvins Páls eru 113. Hann er í öðru sæti á eftir Guðjóni Val sem lék 137 leiki á stórmótum með landsliðinu. Næstir á eftir Björgvini Páli eru Ólafur Stefánsson með 106 leiki og Ásgeir Örn Hallgrímsson 105.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -