Íslenska landsliðið tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í handknattleik í dag fyrir Degi Sigurðssyni og liðsmönnum hans í Króatíska landsliðinu, 30:29, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 19:15. Næsti leikur íslenska landsliðsins á mótinu verður gegn Svíum á sunnudaginn klukkan 17.
Fjögur vítaköst fóru forgörðum hjá íslenska liðinu, ekkert hjá Króötum. Einnig tókst ekki að nýta opin færi, ekki síst í fyrri hálfleik.
Þrátt fyrir tap í dag þá á íslenska landsliðið enn góða möguleika á að hafna í einu af efstu sætum milliriðls tvö á EM en þá mega mikið fleiri leikir ekki tapast.
Varnarleikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik auk markvörslu var slök. Króötum tókst að sundurspila vörnina hvað eftir annað og refsa með uppstökkum og langskotum sem fá svör voru við. Sóknarleikurinn var betri en náði ekki að halda í við götótta vörn. Það er afleitt að fá á sig 30 mörk á 30 mínútum.


Meiri stemning var að minnsta kosti sýnileg í leikmönnum íslenska landsliðsins í síðari hálfleik. Þeim tókst að vinna upp muninn og lengi vel var aðeins ein marks forskot. Aldrei tókst að jafna metin eða að komast yfir. Þar voru Króatar aldrei settir undir pressu. Þeim leið bærilega og tókst tryggja sér fyrstu stigin í milliriðli.
Mörk Íslands: Ómar Ingi Magnússon 8/5, Óðinn Þór Ríkharðsson 8, Orri Freyr Þorkelsson 4/2, Elliði Snær Viðarsson 3, Viggó Kristjánsson 2, Janus Daði Smárason 2, Arnar Freyr Arnarsson 1, Haukur Þrastarson 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 7, 22,6% – Björgvin Páll Gústavsson 0.
Handbolti.is er í Malmö Arena og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.




