- Auglýsing -
Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni unnið króatíska landsliðið á Evrópumóti í handknattleik karla og það var síðast þegar liðin mættust, á EM 2024 í Þýskalandi. Einni viðureign hefur lokið með jafntefli en fimm viðureignum hefur lokið með króatískum sigri, síðast á EM 2022 í Búdapest, 23:22.
Úrslit leikjanna sjö frá EM 2006 til EM 2024 á milli landsliða Íslands og Króatíu:
2024: Ísland – Króatía 35:30.
2022: Ísland – Króatía 22:23.
2018: Ísland – Króatía 22:29.
2016: Ísland – Króatía 28:37.
2012: Ísland – Króatía 29:31.
2010: Ísland – Króatía 26:26.
2006: Ísland – Króatía 28:29.
Leikur Íslands og Króatíu í fyrstu umferð milliriðlakeppni EM 2026 hefst í Malmö Arena klukkan 14.30.
- Auglýsing -

