Þorsteinn Leó Gunnarsson er í leikmannahópi íslenska landsliðsins í dag í fyrsta sinn á Evrópumótinu í handknattleik. Íslenska liðið mætir Króatíu klukkan 14.30 í Malmö Arena í fyrstu umferð milliriðlakeppni EM.
Andri Már Rúnarsson verður utan hópsins og Elvar Ásgeirsson hefur ekki verið skráður til leiks á mótinu.
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (290/26).
Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (78/2).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (110/117).
Bjarki Már Elísson, Veszprém (131/432).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg (28/7).
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (67/144).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (78/187).
Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen (50/71).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (103/188).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (35/119).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (61/184).
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (97/356).
Teitur Örn Einarsson, Gummersbach (51/47).
Viggó Kristjánsson, Erlangen (76/226).
Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (111/48).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (19/39).

