- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Viktor, Óskar, Elías Már, Harpa Rut, smituðust í Slóveníu

Óskar Ólafsson leikmaður Drammen í Noregi. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -
  • Viktor Petersen Norberg skoraði sjö mörk og Óskar Ólafsson tvö þegar lið þeirra Drammen vann Nærbø, 36:29, í norsku úrvalsdeildinni í gær á útivelli. Drammen er þar með komið upp í annað sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki. Elverum er sem fyrr efst með 12 stig að loknum 6 leikjum.
  • Fredrikstad Bkl., sem Elías Már Halldórsson þjálfar, vann Tertnes, 34:28, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í gær á heimavelli. Með sigrinum færðist Fredrikstad Bkl. upp í sjöunda sæti deildarinnar af 14 liðum með sex stig eftir sjö umferðir.

  • Harpa Rut Jónsdóttir og samherjar hennar í svissneska meistaraliðinu LK Zug unnu SPONO Eagles, 31:28, á útivelli í svissnesku 1. deildinni í gærkvöld. Harpa Rut skoraði ekki mark í leiknum. LK Zug komst þar með í efsta sæti deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. SPONO og Brühl er stigi á eftir og eiga leik til góða á meistarana.
  • Að minnsta kosti fimm leikmenn norska kvennalandsliðsins í handknattleik greindust smitaðir af kórónuveiru eftir að hafa leikið við landslið Slóveníu í EHF-bikarkeppni landsliða í Slóveníu um síðustu helgi. Flest bendir til þess að leikmennirnir hafi allir smitast í Slóveníu. „Þetta minnir okkur á að kórónuveiran er ekki horfin úr lífi okkar ennþá,“ er haft eftir Þóri Hergeirssyni landsliðsþjálfara Noregs í VG. Einn landsliðsmaður Slóvena hefur greinst með veiruna eftir leikinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -