- Auglýsing -
Íslendingar tóku yfir Malmö Arena í rúmlega tvær stundir í gær þegar íslenska landsliðið mætti sænska landsliðinu og vann einn eftirminnilegasta sigur sinn í seinni tíð, 35:27. Þetta var fyrsti sigurinn á sænsku landsliði á sænskri grund í lokakeppni stórmóts. Um leið lifir vonin um sæti í undanúrslitum EM.
Um þrjú þúsund Íslendingar voru enn einu sinni stórkostlegir í áhorfendastúkunni, bláklæddir og til sóma.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari beindi linsu sinni að áhorfendum í leiknum. Hluti þeirra mynda er hér fyrir neðan.
Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.

- Auglýsing -





















































































