- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus“

Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA, fer með sveit sína til Vínarborgar um undir lok þessa mánaðar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifar Jónatan Þór Magnússon, þjálfari karlaliðs KA, í handknattleik í færslu á Facebook í dag undir fyrirsögninni „ metnaðarleysi.“ Óhætt er að segja að Jónatan Þór spari síst stóru orðin.


„Ekki nóg með að þurfa að klífa þær hindranir sem ferðalög milli landshluta eru. Að fara fjallabaksleiðina í flesta útileiki, leggja á okkur ferðalög og mikinn tíma til þess að keppa í fremstu röð, þá er Akureyrarbær farinn að takmarka okkur líka og setja hindranir í okkar veg,“ skrifar hann ennfremur.

Skammarlegt

Eins og sést á framangreindri tilvitnun er Jónatan Þór ómyrkur í máli í garð Akureyrarbæjar. Hann segir aðstöðskort vera alvarlega hindrun íþróttafólks á Akureyri á öllum aldri. Tekur hann svo djúpt í árinni að segja þetta vera skammarlegt.

„Afhverju er ekki hægt að byggja almennilega upp hér fyrir íþróttir? Nota bene, þegar er byggt upp fyrir íþróttir er það ekki bara fyrir meistaraflokkinn – heldur líka þau 1300 börn sem æfa hjá KA, hvort sem það er handbolti, fótbolti, blak, júdó eða badminton,“ skrifar Jónatan Þór.


Jónatan Þór segir aðstöðu KA óviðunandi og ekki sambærilega við það sem önnur félög sem lið hans keppir við og hafa á bak við sig 5-15 þúsund íbúa hvert. Metnaður íþróttamanna KA sé engu minni en annarra.


„FH, Haukar, HK, ÍBV, UMFA, Valur, Grótta og Stjarnan hafa öll tvo til þrjá íþróttasali í sinni aðstöðu með stórum áhorfendastúkum og flottri aðstöðu til lyftinga og geggjaðri aðstöðu fyrir áhorfendur, ársmiðahafa, fjölmiðla og fleira (auðvitað mismunandi eftir félögum) – og ekkert af þessum liðum þarf að deila keppnisgólfinu með meira en einu öðru liði (þá hinu kyninu í sömu íþrótt),“ skrifað Jónatan og bendir á til viðbótar að leikmenn karlaliðs KA séu með búningsklefa í kompu sem eitt sinn var geymsla. Þar eru til að mynda engar sturtur.

„Ef ég ber aðstöðu míns liðs saman við ÖLL önnur lið í efstu deild erum við á botninum,“ skrifar Jónatan Þór Magnússon. Færslu hans í heild má sjá hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -