Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tekur þátt í fjögurra liða móti í Tékklandi í síðustu viku þessa mánaðar. Á mótinu mætir það landsliðum Tékka og Svisslendinga auk B-landsliðs (rekruttroppen) Noregs. Greint var frá því í dag hvernig norska B-liðið verður skipað en m.a. er sjö leikmenn Evrópumeistara Vipers Kristiansand sem segir meira en mörg orð um styrkleika liðsins.
Einnig vekur athygli að Axel Stefánsson, sem var kvennalandsliðsþjálfari Íslands, frá 2016 til 2019 er skráður starfsmaður norska landsliðsins. Hans hlutverk verður að sjá um leikgreiningar. Axel er í dag þjálfari Storhamar sem situr í öðru sæti norsku úrvalsdeildar kvenna. Þjálfari B-liðsins er sem fyrr Wenche H. Stensrud.
Norska liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Andrea Austmo Pedersen, Vipers Kristiansand. 18/0.
Marie Skurtveit Davidsen, CSM Bucuresti. 0/0.
Eli Smørgrav Skogstrand, Tertnes Elite. 0/0.
Malin Aune, CSM Bucuresti. 72/138.
Tonje Enkerud, Viborg HK. 6/6.
Tuva Ulsaker Høve, Vipers Kristiansand, 1/4.
Ragnhild Valle Dahl, Vipers Kristiansand, 0/0.
Ingvild Bakkerud, Herning-Ikast Håndbold 30/43.
Marta Tomac, Vipers Kristiansand, 88/78.
Vilde Kaurin Jonassen, Vipers, 1/1.
Sunniva Amalie Næs Andersen, Vipers Kristiansand, 1/1.
Guro Nestaker, Storhamar Elite, 3/1.
Vilde Ingeborg Johansen, Herning-Ikast Håndbold, 13/2.
Anniken Obaidli, Storhamar Elite, 5/4.
Kristina Sirum Novak, Sola HK, 0/0.
Karine Emilie Dahlum, Vipers Kristiansand, 0/0.
Ane Cecilie Høgseth, Storhamar Elite, 0/0.
Emma Holtet, Tertnes Elite, 0/0.
B-landslið Íslands mun einnig taka þátt og verða í eldlínunni í Tékklandi og einnig fá þrjá kærkomna leiki.
Eftir því sem næst verður komist mun Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna, að öllum líkindum tilkynna um val sitt áður en vikan verður á enda.