- Auglýsing -
Eftir mikið líf og fjör í Olísdeildunum í gærkvöld verður aðeins einn leikur á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. ÍBV og Afturelding mætast í Vestmannaeyjum í síðasta leik sjöundu umferðar deildarinnar. Flautað verður til leiks klukkan 18.30 og verður bein útsending frá viðureigninni á Stöð2Sport.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.
Einnig er minnt á Handboltamælaborð Olísdeildar kvenna og karla þar sem tölfræðin er sett fram á myndrænan hátt. Smellið hér.