- Auglýsing -
Þriðja leiknum sem fram átti að fara á Íslandsmótinu í handknattleik karla hefur verið frestað. Rétt í þessu sendi HSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að viðureign Gróttu og HK sem til stóð að færi fram í Olísdeild karla í Hertzhöllinni á morgun hafi verið frestað um óákveðinn tíma.
Ástæða frestunarinnar var ekki gefin upp en ekki er óvarlegt að áætla að kórónuveiran setji strik í reikninginn.
Í gærkvöld var leikjum Fram og Vals í Olísdeild karla og Kórdrengja og ungmennalið Vals í Grill 66-deild karla sem fram áttu að fara á morgun og í dag frestað eftir að smit kórónuveiru stakk sér niður í herbúðir Valsmanna.
- Auglýsing -