- Auglýsing -
Handknattleiksdeildir ÍR og Harðar hafa slíðrað sverðin og sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu því til staðfestingar. Í yfirlýsingunni kemur m.a. að ákveðið hafi verið að falla frá kærumálum í framhaldi af viðureign liðanna í Grill66-deild karla á laugardaginn. Sættir hafi náðst á milli þeirra. Mistök hafi verið gerð sem báðir aðilar ætla að draga lærdóm af um leið og starfað verður saman að eflingu handboltans á Íslandi.
Afrit af yfirlýsingunni má sjá hér fyrir neðan en hún var send út á Twitter.
Sameiginleg yfirlýsing frá handknattleiksdeild ÍR og Harðar. @VisirSport @HSI_Iceland @handboltiis @IR_Handbolti pic.twitter.com/y4tKi5ovGl
— Ragnar H. Sigtryggsson (@RaggiHS) November 15, 2021
- Auglýsing -