- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfyssingar fóru heim með bæði stigin

- Auglýsing -

Ungmennalið Selfoss setti strik í reikning Fjölnismanna í Grill66-deild karla í handknattleik er þeir komu í heimsókn í Dalhús í kvöld. Fjölnir sem hafði aðeins tapað einni af sex viðureignum sínum í deildinni til þessa mátti sætta sig við tap að þessu sinni, 31:29, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:15.


Sóknarleikur Fjölnis gekk ekki sem skildi í síðari hálfleik. Leikmenn Selfoss hertu upp hugann í vörninni og létu svo kné fylgja kviði og fóru heim með bæði stigin.


Fjölnir er þar með í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki. Selfoss er eftir því sem best er vitað í fjórða sæti með átta stig eftir aðeins fimm leiki.


Hörður er efstur í Grill66-deildinni. Hörður vann Berserki í kvöld, 33:23, í Víkinni. Að öðru leyti er lítið vitað um þann leik. Sömu sögu er að segja af viðureign Þórs Akureyrar og Vængja Júpíters sem eftir því sem næst verður komist átti að fara fram í Höllinni á Akureyri í kvöld. Hvorki hefur borist skýrsla úr Víkinni né frá Þórsurum þegar þetta er ritað á ellefta tímanum að kvöldi föstudags.


Að vanda barst skýrsla úr Dalhúsum með góðum skilum fljótlega eftir flautað var til leiksloka.


Mörk Fjölnis: Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 8, Óðinn Freyr Heiðmarsson 6, Brynjar Óli Kristjánsson 4, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Goði Ingvar Sveinsson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 2, Jón Bald Freysson 1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1, Veigar Snær Sigurðsson 1.
Mörk Selfoss U.: Ísak Gústafsson 7, Haukur Páll Hallgrímsson 6, Daníel Karl Gunnarsson 5, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Vilhelm Freyr Steindórsson 2, Alexander Hrafnkelsson 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Sæþór Atlason 1.

Staðan í Grill66-deild karla og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -