Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Vals var besti leikmaður Olísdeildar karla í handknattleik í nóvember samkvæmt niðurstöðum tölfræðiveitunnar HBStatz sem birti samantekt sína í dag.
Valsarinn ungi skoraði að jafnaði sjö mörk í leik með Val í nóvember og var var með 64% skotýtingu. Einnig var Benedikt Gunnar með 8,3 sköpuð færi að jafnaði í leik og átti 6,3 stoðsendingar í leik. Hann var nærri því að krækja í eitt vítkast í leik í mánuðinum.
HBStatz greindi einnig frá því að Einar Baldvin Baldvinsson, Gróttu, hafi verið markvörður mánaðarins og Ágúst Birgisson, FH, var sá sem skaraði fram úr öðrum varnarmönnum Olísdeildar í nóvember.
Tjörvi Þorgeirsson var besti sóknarmaður mánaðarins en niðurstöður tölfræði þremenninganna má lesa út úr myndum af þeim sem eru hér fyrir neðan. Ágúst og Tjörvi mætast í kvöld þegar FH og Hauka mætast í upphafsleik 11. umferðar Olísdeildar karla kl. 19.30.