Átta leikir í fyrstu riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik fara fram í kvöld. Þar með hefst umferð í A, B, C og D-riðlum.
Ólympíumeistarar Frakka, sem búist er við að verði í baráttu um verðlaun á mótinu, mæta Angóla í upphafsleik A-riðils klukkan 17. Viðureignin verður sýnd á RÚV.
Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hefur einnig þátttöku í kvöld með leik við Kasakstan í C-riðli kl. 19.30.
Sænska landsliðið verður einnig í eldlínunni gegn öðru stan-ríki, Usbekistan, í D-riðli. Í sama riðli hefja heimsmeistarar Hollands titilvörn sína með viðureign við Púertó Ríkó kl. 17.
Leikir kvöldsins:
A: 17.00 Frakkland – Angóla – sýndur á RÚV2.
B: 17.00 Rússland – Kamerún.
C: 17.00 Rúmenía – Íran.
D: 17.00 Holland – Púertó Ríkó.
A: 19.30 Svartfjallaland – Slóvenía – sýndur á RÚV2.
B: 19.30 Serbía – Pólland.
C: 19.30 Noregur – Kasakstan.
D: 19.30 Svíþjóð – Úsbekistan.