- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórsarar sóttu tvö stig austur á Selfoss

Arnór Þorri Þorsteinsson leikmaður Þórs á Akureyri. Mynd/Páll Jóhannesson
- Auglýsing -

Þór Akureyri gerði góða ferð í Sethöllina á Selfossi í dag og lagði þar ungmennalið Selfoss með eins marks mun, 25:24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12.

Þórsarar eru þó áfram í sömu stöðu í deildinni, þ.e. í fjórða sæti en hefur nú 10 stig að loknum átta leikjum. Ungmennalið Selfoss er næst á eftir með átta stig en á leik til góða á Þór og hin liðin þrjú sem eru fyrir ofan, Hörð, ÍR og Fjölni.


Leikmenn Selfoss reyndu hvað þeir gátu til þess að saxa á forskot Þórs í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki.


Norður Makedóníumaðurinn Tomislav Jaguronovski lék með Þór á nýja leik í dag eftir að hafa verið fjarri góðu gamni í tveimur síðust leikjum vegna meiðsla.


Mörk Selfoss: Vilhelm Freyr Steindórsson 7, Guðjón Baldur Ómarsson 5, Haukur Páll Hallgrímsson 4, Daníel Karl Gunnarsson 2, Hans Jörgen Ólafsson 2, Árni Ísleifsson 2, Einar Ágúst Ingvarson 1, Sölvi Svavarsson 1.
Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Tomislav Jagurinovski 5, Arnþór Gylfi Finnsson 5, Jóhann Einarsson 5, Halldór Yngvi Jónsson 3.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -