- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamennirnir skoruðu 12 mörk í naumum sigri

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, og Hákon Daði Styrmisson. Mynd/Philipp Ising
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson átti stórleik með Gummersbach í gærkvöld og skoraði 10 mörk í 11 skotum þegar lið hans vann sinn áttunda leik á heimavelli, 30:29, gegn Elbflorenz frá Dresden. Það máttu engu muna að leikmenn Gummersbach misstu leikinn niður í jafntefli undir lokin.


Leikmenn Elbflorenz sóttu hart að Gummersbach liðinu. Þeir skoruðu tvö síðustu mörkin í leiknum og unnu til viðbótar boltann á síðustu sekúndunum en varð ekki kápan úr því klæðinu.


Elbflorenz var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:12.

Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í leiknum í gær. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach. Liðið er efst í 2. deildinni með 26 stig eftir 16 leiki. Er það þremur stigum á undan Eintracht Hagen og fimm stigum ofar en Hüttenberg sem á tvo leiki til góða á Gummersbach og Hagen.


Mindaugas Dumcius, örvhent skytta frá Litáen, sem lék með Akureyri handboltafélagi fyrir nokkrum árum, leikur nú með Elbflorenz. Hann skoraði ekki mark. Martin Nágy, markvörður, sem varð Íslandsmeistari með Val í vor, var í leikmannahópi Gummersbach í gærkvöld en kom ekkert við sögu.


Fleiri Íslendingar tóku þátt í spennuleikjum í þýsku 2. deildinni í gærkvöld. Arnar Birkir Hálfdánsson og Sveinbjörn Pétursson léku EHF Aue sem tapaði naumlega fyrir HC Empor í Rostock, 35:34. Leikurinn var hnífjafn og spennandi og alls ekki verið ósanngjarnt ef Aue hefur uppskorið annað stigið.


Arnar Birkir skoraði tvö mörk fyrir Aue. Sveinbjörn stóð í marki liðsins hluta leiksins og varði 3 skot, 18%. Færeyingurinn Áki Egilsnes, sem gekk til liðs við Aue frá KA í sumar, virðist hafa verið fjarri góðu gamni í gær.

Úrslit í gærkvöld:
Gummersbach – HC Elbflorenz 30:29.
HC Empor Rostock – EHV Aue 35:34.
Lübeck-Schwartau – Bietigheim 31:35.
Dessau-Rosslauer – HSC Coburg 28:30.
E.Hagen – Ludwigshafen 29:27.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -