Íslendingar komu talsvert við sögu í leikjum þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Hér fyrir neðan er tæpt á því helsta ásamt stöðunni sem er að finna neðst.
- Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar hann ásamt félögum sínum í Lemgo unnu Göppingen, 34:26, á heimavelli í dag. Lemgo var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:11.
- Bjarki Már er annar markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar með 96 mörk. Hann er tveimur mörkum á eftir Svíanum Niclas Ekberg hjá Kiel. Lenny Rubin leikmaður Wetzlar er skammt á eftir Bjarka Má með 95 mörk.
- Janus Daði Smárason lék með Göppingen á nýjan leik eftir langa fjarveru vegna endurhæfingar á hægri öxlinni. Hann skoraði fjögur mörk og átti tvær stoðsendingar.
- Teitur Örn Einarsson hélt upp á nýjan samning við Flensburg til ársins 2024 með því að skora fjögur mörk og eiga eina stoðsendingu í tíu marka sigri liðsins á Leipzig í Flens-Arena í dag, 31:21. Flensburg var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9.
- Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Stuttgart þegar liðið steinlá á heimavelli fyrir Hannover-Burgdorf, 34:22. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Andri Már Rúnarsson skoraði tvisvar sinnum fyrir Stuttgartliðið.
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki mark en var harður í horn að taka í vörn Rhein-Neckar Löwen þegar liðið tapaði með þriggja marka mun fyrir THW Kiel í Kiel, 32:29. Ými Erni var einu sinni vísað af leikvelli.
- Füchse Berlin – HSV Hamburg 34:30.
Staðan:
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -