- Auglýsing -
- Auglýsing -

Smitum fjölgar hjá dönsku meisturunum

Covid setur nú strik í reikninginn hjá danska meistaraliðinu Aalborg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Í það minnsta fimm leikmenn danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold hafa smitast af covid sem fer nú sem eldur í sinu um Danmörku eins og fleiri lönd. Félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni síðdegs.

Þar kemur fram að Sebastian Barthold hafi greinst jákvæður á dögunum. Síðan hafi leikmenn farið daglega í skimun. Í dag hafi því miður fleiri bæst í hóp jákvæðra við skimun.


Áður en þessar fregnir bárust var búið að fresta leika Holstebro og Aalborg sem fram átti að fara í kvöld vegna smita í herbúðum Holstebro.


Í tilkynningu Aalborg segir ennfremur að verið sé að meta hvort leikir liðsins, 27. desember við Ribe Esbjerg og þremur dögum síðar við GOG geti farið fram eins til stendur. Ástandið hjá GOG er óvíst eftir að hið minnsta sex leikmenn greindust smitaðir í viku byrjun.

Tveir Íslendingar eru í herbúðum Aalborg Håndbold, Aron Pálmarsson handknattleiksmaður og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á árinu sem covid herjar á Álaborgarliðið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -