- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Blær, Palicka, Martín, Nusser, Prost

Blær Hinriksson, handknattleiksmaður hjá Aftureldingu. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -
  • Blær Hinriksson hefur verið valinn handknattleikskarl ársins hjá Aftureldingu. Eins og handbolti.is greindi á dögunum frá varð Eva Dís Sigurðardóttir, markvörður, fyrir valinu í kvennaflokki. 
  • Andreas Palicka, landsliðsmarkvörður Svíþjóðar,  hefur ákveðið að leika með uppeldisfélagi sínu, Redbergslid, til loka keppnistímabilsins. Palicka var í fyrradag leystur undan samning við Rhein-Neckar Löwen. Palicka lék með Redbergslid í sex ár frá 16 ára aldri eða uns hann gekk til liðs við Kiel sumarið 2008. Palicka hefur samið við PSG í Frakklandi frá og með næsta sumri. 
  • Spænska landsliðskonan Carmen Martín hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska liðið Sävehof frá og með næsta keppnistímabili. Þá rennur þriggja ára samningur hennar við CSM Búkaresti út. Martín hefur verið ein fremsta handknattleikskona heims um árabil. Hún er fyrirliði spænska landsliðsins og á 230 landsleiki að baki og var m.a. valin í úrvalslið HM sem lauk um síðustu helgi. 
  • Hollenska landsliðskonan Larissa Nusser hefur gengið til liðs við dönsku meistarana Odense Håndbold. Félagið hefur keypt upp samning hennar við annað danskt lið København Håndbold. Nusser er miðjumaður. 
  • Hinn þrautreyndi slóvenski markvörður Primoz Prost gengur til liðs við IFK Ystad í sumar þegar samningur hans við Stuttgart rennur út.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -