- Auglýsing -
Aron Dagur Pálsson og samherjar í Alingsås þokast nær toppnum í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð í deildinni og sitja nú í þriðja sæti með sex stig eftir fjóra leiki.
Aron Dagur skoraði tvö mörk í 25:24 sigri á Malmö á heimavelli. Alingsås var þremur mörkum undir þegar leiktíminn var hálfnaður, 13:10.
IFK Kristianstad er efst með sex stig eftir þrjá leiki. Skövde og Alingsås eru næst með 6 stig að loknum fjórum leikjum. Lugi kemur þar á eftir með fimm stig en hefur aðeins leikið þrisvar sinnum eins og Kristianstad.
- Auglýsing -