Áfram heldur keppni í Grill66-deild kvenna í kvöld með einum leik en flautað var til leiks í deildinni eftir jólaleyfi á síðasta fimmtudag. Í kvöld verður næst efsta lið deildarinnar, Selfoss, í eldlínunni þegar ungmennalið HK kemur í heimsókn í Set-höllina kl. 19.30.
Selfossliðið situr í öðru sæti Grill66-deildarinnar, fjórum stigum og tveimur leikjum á eftir ÍR sem eins og Selfoss hefur leikið afar vel á keppnistímabilinu.
Til viðbótar hefst síðari leikur ÍBV og tékkneska liðsins Sokol Pisek í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna á dagskrá í dag. Flautað verður til leiks í Vestmannaeyjum klukkan 13. ÍBV er í góðri stöðu eftir sjö marka sigur í fyrri leiknum í gær, 27:20. Kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Það er gömul sannindi og ný.
Leikir dagsins
Grill66-deild kvenna:
Sethöllin: Selfoss – HK U, kl. 19.30 – sýndur á Selfosstv.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.
Evrópubikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit, síðari leikur:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Sokol Pisek (27:20), kl. 13 – sýndur á ÍBVtv.