Portúgalska landsliðið sem mætir til leiks á Evrópumeistaramótinu verður ekki eins sterkt og stundum áður. Það virðist ljóst af þeim leikmannahópi sem handknattleikssamband Portúgals tilkynnti til mótsins í gærkvöld. Á listann vantar nokkur þekkt nöfn. Íslenska landsliðið mætir portúgalska landsliðinu í upphafsleik liðanna á EM á föstudagskvöld klukkan 19.30.
Diogo Silva, Alexis Borges, Belone Moreira, Pedro Portela Joe Ferraz eru þar á meðal en einnig Luis Frade, leikmaður Barcelona og André Gomes samherji Alexanders Peterssonar, Arnars Freys Arnarssonar og Elvars Arnar Jónssonar hjá Melsungen í Þýskalandi.
Fjarvera Frade og Gomes kemur ekki á óvart þar sem þeir hafa verið meiddir um nokkurt skeið og m.a. leikur Frade ekki með Barcelona á nýjan leik fyrr en á næsta keppnistímabili.
Nærri helmingur eða átta af átján leikmönnum eru liðsmenn Porto, meistaraliðs Portúgal, sem hefur gert það gott í Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum.
Markverðir:
Gustavo Capdeville, Benfica.
Manuel Gaspar, Sporting.
Aðrir leikmenn:
Diogo Branquinho, Porto
Leonel Fernandes, Porto.
Salvador Salvador, Sporting.
Alexandre Cavalcanti, Nantes.
Fabio Magalhaes, Porto.
Gilberto Duarte, Montpellier.
Tiago Rocha, Nancy.
Daymaro Salina, Porto.
Victor Iturriza, Porto.
Daniel Vieeira, Avanca.
Angel Hernandez, Kuwait SC.
António Areia, Porto.
Miguel Alves, Porto.
Miguel Martins, Pick Szeged.
Martim Costa, Sporting.
Rui Silva, Porto.