- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hungrar í að flautað verði til leiks

Elvar Örn Jónsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Portúgal á HM í Egyptalandi í janúar. Mynd /EPA
- Auglýsing -

„Við erum í fínu líkamlegu og andlegu ástandi og hungrar í að leika fyrsta leikinn á mótinu,“ sagði Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknatteik, í samtali við handbolta.is í Búdapest í gær. „Við erum bara spenntir fyrir að spila. Síðasti landsleikur var í byrjun maí.


Við glímum við sama vanda og önnur landslið fyrir mótið að hafa ekki leikið landsleiki á síðustu dögum til þess að fínpússa leik okkar. Í staðinn höfum við reynt að gera það besta úr ástandinu með því að leika æfingaleiki innbyrðis á æfingum. Mér finnst það hafa gengið vel,“ sagði Elvar Örn ennfremur.


Fyrsta viðureign íslenska landsliðsins á Evrópumótinu verður annað kvöld gegn landsliði Portúgal. „Við þekkjum vel til þeirra og þeir til okkar. Segja má að um sé að ræða nokkurskonar skák þar sem báðir aðilar vonast til að geta teflt fram einhverju nýju til að þess að koma andstæðingnum á óvart. Portúgalska liðið var með nokkur ný atriði gegn okkur á HM í fyrra, nokkuð sem okkur tókst ekki að leysa nógu vel úr. Þeir eru til alls líklegir,“ sagði Elvar Örn.


Elvar Örn segir að einn styrkleiki portúgalska landsliðsins séu stórir leikmenn í hjarta varnarinnar. „Þess utan eru leikmenn vel samspilandi í sóknarleiknum enda er stór hluti hópsins frá einu liði, Porto. Samhæfingin er mjög góð,“ sagði Elvar Örn.



„Ég veit alveg hvað við getum og er nokkuð bjartsýnn á að okkur takist að vinna tvö stig í fyrsta leik og lagt þannig grunn að framhaldinu á mótinu. Við einbeitum okkur að þessum leik. Portúgalir eru það góðir að maður verður að einbeita sér fullkomlega að þeim áður en lengra verður litið á mótinu,“ sagði Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -