- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss fór upp að hlið ÍR

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og samherjar í Selfossi eru á góðum skriði um þessar mundir. Mynd/UMFSelfoss
- Auglýsing -

Selfoss færðist upp að hlið ÍR í efsta sæti Grill66-deild kvenna með öruggum sigri á ungmennaliði Stjörnunnar, 37:25, í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Selfossliðið hefur þar með 19 stig eftir 11 leiki í deildinni alveg eins og ÍR. Virðast liðin hafa nokkra sérstöðu í deildinni um þessar mundir og ljóst að kapphlaup þeirra um sigur í deildinni á aðeins eftir að harðna á næstu vikum. Þau mætast í Austurbergi 21. janúar. Þá er hætt við að sjóði á keipum.


Leikurinn í kvöld var önnur viðureign þessara liða í TM-höllinni á leiktíðinni. Sú fyrri var strikuð út eftir að dæmt var að framkvæmdin hafi ekki verið eins og best var á kosið.


Selfoss var með talsverða yfirburði að þessu sinni og hafði m.a. 11 marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 24:13.

Mörk Stjörnunnar U.: Adda Sólbjört Högnadóttir 7, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 7, Viktoría Georgsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Thelma Dögg Einarsdóttir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Hekla Rán Hilmisdóttir 1.
Mörk Selfoss: Elínborg Þorbjörnsdóttir 6, Katla Ómarsdóttir 6, Emilía Kjartansdóttir 5, Roberta Strope 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Inga Sól Björnsdóttir 2, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Hafdís Alda Hafdal 2, Kristín Lína Hólmarsdóttir 2, Þrúður Guðnadóttir 1, Agnes Sigurðardóttir 1, Tinna Soffía Traustadóttir 1, Lena Ósk Jónsdóttir 1, Rakel Hlynsdóttir 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deildinni má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -