- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram má leika handbolta en án áhorfenda

Keppni á Íslandsmóti karla og kvenna í handknattleik heldur áfram þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir. Áhorfendum verður ekki leyft að mæta á leiki frá og með morgundeginum. Mynd/Skapti Hallgrímsson
- Auglýsing -

Ekkert hlé verður gert á keppni á Íslandsmótinu í handknattleik þrátt fyrir að hert verði á samkomutakmörkunum frá og með morgundeginum, mánudaginn 5. okótóber. Íþróttaviðburðir með snertingum verða á meðal þeirra atriða sem háðir verða undantekningum samkvæmt reglugerð um hert­ar aðgerðir í sóttvörnum sem birt verður á vef stjórn­ar­ráðsins í dag.

Meðal þess sem sóttvarnarlæknir lagði til við heiðbrigðisráðherrra og ráðherra hefur samþykkt er að keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar og að hámarksfjöldi þátttakenda verði 50 manns að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir.

Einnig verður áfram leyft að æfa handknattleik að uppfylltum ákveðnu skilyrðum.


Hinsvegar verður áhorfendum ekki heimilt að mæta á kappleiki meðan reglugerðin verður í gildi, næstu tvær til þrjár vikur hið minnsta.

Þetta er annað en í mars þegar gripið var til svipaðra samkomutakmarkanna, þ.e. miðað við 20 manns. Þá var ekki heimilt að æfa eða keppa í íþróttum með snertingu.


Af þessu leiðir að leikir Coca Cola-bikars karla geta farið fram á þriðjudag og miðvikudag og einnig að þráðurinn verður tekinn upp í Olísdeild kvenna og Grill 66-deild kvenna þegar kemur undir næstu helgi. Keppni í báðum deildum hefur legið niðri í um viku vegna landsleikjaviku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -