UMSK-mótinu í handknattleik karla lauk í gærkvöld þegar Afturelding og HK mættust í Kórnum í Kópavogi. Afturelding vann með 12 marka mun, 42:30, og hafnaði þar með í öðru sæti í þessu þriggja liða móti. Grótta vann báða leiki sína, gegn Aftureldingu og HK.
Einar Pétur Pétursson og Einar Bragi Aðalsteinsson voru markahæstir hjá HK með fimm mörk hvor. Árni Bragi Eyjólfsson skoraði níu mörk fyrir Mosfellinga og Birkir Benediktsson og Blær Hinriksson sjö mörk hvor.
Í tilkynningu kemur fram að Gróttu verði á næstu dögum afhentur bikar að launum fyrir sigur í mótinu.
Eftirtaldir leikmenn fá viðurkenningu:
Besti markmaður mótsins var valinn Einar Baldvin Baldvinsson, Gróttu.
Besti sóknarmaðurinn var valinn Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu.
Besti varnarmaðurinn var valinn Hannes Grimm. Gróttu.
Markahæstu leikmenn mótsins:
Einar Pétur Pétursson, HK, 15.
Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu, 14.
Birkir Benediktsson, Aftureldingu, 14.
Blær Hinriksson, Aftureldingu, 11.